Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Best í 16. umferð: Þetta var einn með öllu
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Sonný Lára Þráinsdóttir í leiknum á laugardaginn.
Sonný Lára Þráinsdóttir í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svaka leikur maður, þetta var eiginlega einn með öllu. Það er búið að tala um þennan leik síðan við töpuðum á móti Selfossi og þetta var mjög gaman. Þetta eru leikir sem maður vill spila," sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, eftir 1-0 útisigur gegn Val í toppslag í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn.

Sonný er leikmaður 16. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna en hún átti nokkrar mjög góðar markvörslur í leiknum.

„Það er búið að tala um þennan leik síðan við töpuðum gegn Selfossi og þetta var gaman. Maður vill spila svona leiki."

„Við vorum ótrúlega skipulagðar og ekkert að opna okkur. Þær fengu nokkur færi en við fengum líka helling af færum sem við hefðum getað skorað úr. Þetta var bara skemmtilegur leikur."


Sonný telur ótímabært að tala um að Blikar séu með níu fingur á titlinum en liðið á enn eftir að spila þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni, með tveggja stiga forystu á Val og leik til góða.

„Nei ég myndi nú ekki segja það, það eru þrír leikir eftir. Það er bara næsti leikur, áfram gakk. Ef maður heldur ekki fókus þá getur allt gerst í fótbolta þannig þetta er bara alls ekki búið," sagði Sonný eftir leikinn á laugardag.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Best í 10. umferð - Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Best í 11. umferð - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Best í 12. umferð - Erin McLeod (Stjarnan)
Best í 13. umferð - Phoenetia Browne (FH)
Best í 14. umferð - Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Best í 15. umferð - Mist Edvardsdóttir (Valur)
Sonný Lára: Þetta er alls ekki búið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner