Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 06. október 2020 20:30
Victor Pálsson
Hafði ekki hugmynd um hvað Messi var að segja
Sergino Dest fékk að spila sinn fyrsta leik fyrir Barcelona á sunnudaginn er liðið gerði 1-1 jafntefli við Sevilla í deildinni.

Dest er efnilegur landsliðsmaður Bandaríkjanna en hann kom inná í stað Jordi Alba í viðureigninni. Hann kom til félagsins frá Ajax fyrir 21 milljón evra frá Ajax.

Dest er aðeins 19 ára gamall en hann spilaði alls 35 leiki fyrir Ajax á síðustu leiktíð og á að baki þrjá landsleiki fyrir Bandaríkin.

Það var upplifun fyrir Dest að spila með Lionel Messi í fyrsta sinn en hann er af mörgum talinn sá besti í sögunni.

„Ég fékk að sjá alla leikmennina. Ég hitti Messi líka. Messi talar ekki ensku en það var mjög sérstakt að fá að hitta hann," sagði Dest.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki hvað hann sagði við mig en við vorum báðir brosandi svo allt er í lagi, er það ekki?"

Athugasemdir
banner