Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 20:00
Victor Pálsson
Segir að Griezmann sé ekki ánægður
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann er ekki ánægður með eigin stöðu hjá Barcelona að sögn Didier Deschamps sem er landsliðsþjálfari Frakklands.

Ronald Koeman er nú stjóri Barcelona en hann kýs að nota Griezmann á vængnum frekar en í fremstu víglínu eins og hann gerði hjá Atletico Madrid.

Miðað við orð Deschamps er Griezmann ekki sáttur en hann er fastamaður í franska landsliðinu.

„Ég ræði við hann og mun hitta hann seinna. Ég er viss um að hann sé ekki ánægður með stöðuna, " sagði Deschamps.

„Ég skipti mér ekki af hvernig félagslið nota leikmenn hvort sem það sé hjá Barcelona eða ekki. Antoine er að spila hægra megin þessa stundina."

„Það er rétt að Koeman hafi ekki skilið það að hann hafi spilað meira fyrir miðju en Antoine þarf að aðlagast. Að mínu mati þá er meira gagn í honum þegar hann er í hjarta leikplansins."

Athugasemdir
banner
banner