Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Starfsmaður Rúmeníu með veiruna - Enginn í íslenska hópnum
Icelandair
Íslenska liðið er búið að fara í skimun.
Íslenska liðið er búið að fara í skimun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einstaklingur í starfsliði rúmenska landsliðsins greindist með kórónuveiruna við skimun í Búkarest í gær. Vísir greinir frá.

Rúmenar koma í dag til Íslands fyrir stórleikinn á fimmtudag í umspili um sæti á EM.

Umræddur starfsmaður greindist ekki með smit síðastliðinn fimmtudag, en eftir að prófið í gær reyndist jákvætt var hann þegar sendur í einangrun. Hann var einkennalaus, segir rúmenska knattspyrnusambandið, og fer aftur í próf í dag til að ganga úr skugga um að ekki hafi verið um falska niðurstöðu að ræða að því er fram kemur á vef Vísis.

Landslið fara reglulega í skimanir næstu dagana en enginn í íslenska hópnum greindist með veiruna við fyrstu skimun hópsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner