Nú klukkan 19:15 fer af stað sannkallaður risaslagur í Bestu deild karla, þegar heimamenn í Breiðablik taka á móti Valsmönnum á Kópavogsvelli. Leikurinn er auðvitað risastór fyrir heimamenn sem eru í harðri titilbaráttu við ríkjandi meistara Víkings.
Leikurinn er einnig risastór fyrir Valsmenn sem eru í bráðri hættu á því að missa 3. sætið sem að er forsenda þess að liðið fái sæti í evrópukeppni að ári.
Leikurinn er einnig risastór fyrir Valsmenn sem eru í bráðri hættu á því að missa 3. sætið sem að er forsenda þess að liðið fái sæti í evrópukeppni að ári.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 2 Valur
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu dramtíska gegn Víkingum. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Sigurður Egill Lárusson koma inn í liðið fyrir Lúkas Loga Heimisson, Jónatan Inga Jónsson og Orra Sigurð Ómarsson. Gylfi Þór Sigurðsson er áfram fjarri góðu gamni sökum meiðsla.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum í Kaplakrika um seinustu helgi. Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson koma inn í liðið í stað Kristófers Inga Kristinssonar og Andra Rafns Yeoman.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson
Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
16. Gísli Laxdal Unnarsson
21. Jakob Franz Pálsson
Athugasemdir