Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 06. október 2024 16:06
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið HK og Fylkis: Óbreytt hjá HK - Falla Fylkismenn í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 17:00 hefst leikur HK og Fylkis í Bestu deild karla. Með tapi í dag geta Fylkismenn fallið en HK-ingar eru einnig í harðri fallbaráttu. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að skila sér í hús.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir engar breytingar á HK-liðinu eftir 2-1 tapið gegn Vestra á Ísafirði í seinasta leik liðsins. George Nunn er áfram á bekknum en Ómar sér enga ástæðu til að breyta liðinu.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gerir þá tvær breytingar á sínu liði frá 3-1 tapinu í Árbænum gegn KA á dögunum. Ásgeir Eyþórsson og Nikulás Val Gunnarsson koma inn í liði fyrir þá Ragnar Braga Sveinsson og Emil Ásmundsson. Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, er í leikbanni í dag. Emil er á bekknum hjá Fylki.


Byrjunarlið HK:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
18. Atli Arnarson
19. Birnir Breki Burknason
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted
30. Atli Þór Jónasson

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
Athugasemdir
banner
banner