Jesse Lingard, leikmaður FC Seoul, skoraði stórglæsilegt mark í 3-1 tapi gegn Gwangju FC. FC Seoul er í 5. sæti deildarinnar, 11 stigum frá toppsætinu.
Hægt er að sjá markið hér að neðan þegar hann fær boltann vinstra meginn í vítateignum við vítateigslínuna, leikur á varnarmenn og kemur boltanum svo upp í hægra hornið.
Lingard gekk í raðir kóreska liðsins í febrúar á þessu ári eftir að hafa verið án félags í meira en hálft ár. Lingard lék eitt tímabil með Nottingham Forrest áður en hann fór til Suður Kóreu en fyrir utan það lék hann með United en fór á lán til West Ham, Brighton, Birmingham, Leicester og Derby til að mynda.
Eitt frægasta og stærsta mark Lingard á ferlinum kom gegn Crystal Palace í úrslitaleik FA bikarsins á lokamínútunum í framlengingunni þegar hann skoraði sigurmark með þrumufleyg.
Í Suður Kóreu er Lingard búinn að spila 21 leik og hefur skorað í þeim fjögur mörk og lagt upp eitt mark.
Eins og flestir vita kemur Lingard frá Englandi en hann á 32 landsleiki fyrir England og skorað 6 mörk en seinasti landsleikurinn hans kom fyrir þremur árum.
Hægt er að sjá markið hér að neðan.
Jesse Lingard scored earlier today in FC Seoul’s 3-1 loss to Gwangju FC.
— george (@StokeyyG2) October 6, 2024
Nice to see he’s still scoring bangers at least… pic.twitter.com/ul5coiPMSS