Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 06. nóvember 2019 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórði leikurinn í röð sem Arsenal tapar niður forystu
Mynd: Getty Images
Arsenal gerði rétt í þessu jafntefli gegn Vitoria í Evrópudeildinni, leikið var í Portúgal. Skhodran Mustafi gerði fyrra mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Á fyrstu mínútu uppbótartíma jafnaði Bruno Duarte leikinn fyrir Vitoria með bakfallspyrnu af stuttu færi.

Þetta er fjórði leikurinn í röð í öllum keppnum sem Arsenal tapar niður forystu. Liðið komst í 2-0 gegn Crystal Palace en missti það niður í jafntefli. Liðið leiddi 2-4 gegn Liverpool í deildabikarnum en tapaði í vítaspyrnukeppni og um helgina komst liðið yfir gegn Wolves en tókst ekki að halda út.

Unai Emery hefur verið mikið gagnryndur af stuðningsmönnum Arsenal og spurning hversu lengi ríkir þolinmæði með hans störf hjá Skyttunum.


Athugasemdir
banner
banner