Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 09:21
Magnús Már Einarsson
Manchester United vill fá Eriksen
Powerade
Mynd: Getty Images
Zaha gæti farið til Chelsea.
Zaha gæti farið til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir. Hér er föstudagsslúðrið!



Leicester er að hefja viðræður um nýjan samning við Brendan Rodgers til að passa að hann fari ekki til Arsenal. (Telegraph)

Arsenal hefur fengið fyrstu menn í starfsviðtöl í stjóraleit sinni. Arsenal ætlar að ráða mann sem er án starfs í dag. (Telegraph)

Vitor Pereira, þjálfari Shanghai SIPG, er líklegastur til að taka við Everton. (Mail)

Massimiliano Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, ætlar ekki að taka við nýju starfi fyrr en í sumar. Hann er að læra ensku þessa dagana. (ESPN)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gæti fengið Domenec Torrent sem aðstoðarmann sinn ef að Mikel Arteta fer til Arsenal. (Sun)

Manchester United vonast ennþá til að fá Christian Eriksen (27) frá Tottenham í janúar eftir að Daninn hafnaði þeim í sumar. (Mirror)

Leikmenn Manchester United ræddu við forráðamenn félagsins fyrir leikinn gegn Tottenham í vikunni og sögðu þeim að reka ekki Ole Gunnar Solskjær. (Times)

Erling Braut Haaland (19) framherji Red Bull Salzburg er með 17 milljóna punda riftunarverð í samningi sínum í janúar. (Bild)

Chelsea vill fá Wilfried Zaha (27) frá Crystal Palace næsta sumar. (Independent)

Olivier Giroud (33) fer líklega ekki frá Chelsea í janúar. Líklegra er að hann fari frítt næsta sumar. (Sun)

Borussia Dortmund ætlar að halda Jadon Sancho (19) út tímabilið. (Telegraph)

Nigel Perason, fyrrum stjóri Leicester, hefur farið í starfsviðtal hjá Watford. (Times)

Alan Pardew segist hafa áhuga á að taka við Everton. (Mail)

Umboðsmaður Ousmane Dembele (22) hefur hitt forráðamenn Chelsea og Manchester City. (El Desmarque)

West Ham ætla rað reyna að selja markvörðinn Roberto (33) í janúar og reka yfirmann knattspyrnumála sem fékk hann til félagsins. Roberto hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner