mán 06. desember 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp svaraði brosandi: Ansi líklegt að Origi byrji
Origi byrjar væntanlega gegn AC Milan.
Origi byrjar væntanlega gegn AC Milan.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur farið fögrum orðum um Divock Origi sem skoraði sigurmarkið gegn Wolves í uppbótartíma á laugardaginn.

Verður Origi í byrjunarliðinu gegn AC Milan í Meistaradeildinni á morgun?

„Það er ansi líklegt," svarað Klopp brosandi á fréttamannafundi í dag.

Hefur Origi verið að kvarta yfir fáum mínútum?

„Kvarta er ekki rétta orðið en hann hefur bankað á dyrnar hjá mér og við höfum spjallað saman. Við höfum unnið saman síðan ég kom hingað. Þó þú sért ekki byrjunarliðsmaður hjá Liverpool getur þú samt verið leikmaður í fremstu röð, það er alvag möguleiki."

„Þegar kemur að vissum þáttum er Divock algjörlega framúrskarandi og allir voru hæstánægðir þegar hann skoraði markið, ekki bara út af markinu heldur því að hann skoraði og þetta er falleg saga."

Liverpool er búið að rúlla yfir B-riðil en AC Milan er í baráttu um að fylgja í útsláttarkeppnina.

Sjá einnig:
Klopp kallaði Origi goðsögn
Athugasemdir
banner