Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 06. desember 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Segir Man Utd goðsagnirnar ósanngjarnar og ekki uppbyggjandi
Antony er 23 ára.
Antony er 23 ára.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Antony leikmaður Manchester United skýtur á fyrrum leikmenn félagsins sem hafa orðið sparkspekingar í fjölmiðlum. Hann lýsir gagnrýni þeirra sem ósanngjarnri og illgjarnri.

Hann segir að þeir hafi aldrei veitt honum uppbyggilega gagnrýni.

Brasilíumaðurinn hefur átt erfitt tímabil á Old Trafford og skort sjálfstraust. Hann hefur hvorki náð að skora né leggja upp í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur fengið gagnrýni frá Gary Neville, Rio Ferdinand, Paul Scholes og fleirum.

„Ég sé ósanngjarna gagnrýni koma frá fyrrum leikmönnum félagsins og öðru fólki í fjölmiðlum, sem tjá skoðanir sínar og hafa áhrif á þúsundir aðdáenda. Stundum jafnvel þó ég sé ekki að spila," segir Antony.

„Ég hef aldrei séð þá koma með uppbyggilega gagnrýni sem gæti hjálpað mér sem atvinnumanni. Enginn þeirra hefur sett sig í samband við mig til að athuga hvernig mér líður."
Athugasemdir
banner
banner
banner