Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 07. janúar 2022 22:48
Victor Pálsson
Forest rifti lánssamningi leikmanns Arsenal
Mynd: Arsenal
Nottingham Forest hefur rift lánssamningi leikmannsins Jordi Osei-Tutu sem kom til félagsins í sumar.

Þetta staðfesti félagið í gær en Osei-Tutu er samningsbundinn Arsenal og var lánaður út tímabilið í sumar.

Osei-Tutu spilaði sinn fyrsta leik gegn Bournemouth í ágúst en hefur meiðst tvisvar og aðeins byrjað fjóra leiki.

Leikmaðurinn meiddist nýlega í leik gegn Hull fyrir jól og hefur Forest ákveðið að senda hann til baka.

Um er að ræða 23 ára gamlan bakvörð sem hefur einnig leikið með Bochum og Cardiff á láni.

Athugasemdir
banner