Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. janúar 2022 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorleifur fékk GA samning og verður „líklega top 5 pick" í nýliðavali MLS
Þorleifur Úlfarsson
Þorleifur Úlfarsson
Mynd: Duke
Mynd: Duke
Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson stofnendur Soccer and Education USA.
Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson stofnendur Soccer and Education USA.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þorleifur Úlfarsson er 21 árs gamall og verður valinn í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina sem fram fer þann 11. janúar. Frá þessu greinir Brynjar Benediktsson sem er stofnandi Soccer and Education USA sem hjálpar leikmönnum að finna háskóla í Bandaríkjunum.

MLS birtir lista yfir leikmenn sem koma til greina í nýliðavalinu og er Þorleifur Úlfarsson einn þeirra sem kemur til greina. Þorleifur er sóknarmaður Duke háskólans og er á svokölluðum Generation Adidas lista. Leikmenn á listanum fá að fara fyrr í nýliðavalið, áður en þeir útskrifast. Laun leikmanns sem er á GA lista telur ekki í heildarlaunakostnaði félagsins sem er með hann innaborðs. Félög mega ekki fara yfir ákveðna upphæð í launakostnaði hópsins og því ýtir þetta undir að þessir leikmenn verði valdir.

„Þetta er svo stórt fyrir Þorleif!! Fyrsti Íslendingur sem signar GA samning sem þýðir að hann verður bókað draftaður (valinn) í first round (fyrstu umferð) og líklega top 5 pick (einn af fyrstu fimm sem verða valdir)," skrifar Brynjar á Twitter.

Þorleifur er einn af átta leikmönnum á listanum. Þorleifur var besti sóknarleikmaður ársins í ACC árið 2021 og kláraði síðasta tímabil með fimmtán mörk skoruð - sem er einn besti árangur í sögu skólans. Þorleifur er uppalinn í Breiðabliki og ræddi Brynjar um hann í Dr. Football hlaðvarpsþættinum fyrr í þessari viku.

„Glugginn í bandaríska háskólaboltanum er stór, ef menn standa sig vel þá fara þeir í MLS. Menn hafa staðið sig vel en ekki nógu vel - þangað til núna. Þangað til Thor, við köllum hann Thor, sló í gegn í Duke. Þessi GA samningur virkar þannig að MLS deildin, sem á leikmennina í deildinni, telur hann tilbúnan í atvinnumennsku. Þeir taka hann í raun úr Duke (áður en hann útskrifast) og hann er öruggur með flottan samning," sagði Brynjar.

Sjá einnig:
MLS félög sýna Þorleifi áhuga

„Mínar heimildir segja að hann sé að fara verða valinn fjórði og færi því til Houston Dynamo. Hann yrði fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn í fyrstu umferð sem er risastórt. Jökull Elísabetarson var valinn á sínum tíma [en samdi ekki]. MLS er að stækka og stækka og er orðinn stærri en NHL [íshokkídeildini). Daryl Dike fékk GA samning í fyrra og hann var keyptur til WBA á dögunum. Þetta er því mjög stórt."

Þorleifur vakti athygli fyrir áramót þegar hann gerði grín að markverði andstæðinganna.

„Í nýliðavalinu verður hann í fjölmiðlaherbergi í Duke og ég held að það verður hringt í hann eftir að hann verður valinn," bætti Brynjar við.

Listi yfir hvaða lið eiga hvaða valrétt


Athugasemdir
banner