
Memphis Depay leikmaður Barcelona og hollenska landsliðsins vill fara aftur til Manchester United sex árum eftir að hann yfirgaf félagið. (Sport)
Man City ætlar að endurbæta miðjuna hjá sér næsta sumar og er enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham, 19, leikmaður Dortmund efstur á blaði. (ESPN)
Dortmund býst við því að Bellingham staðfesti á næstu vikum hvar hann vilji spila á næstu leiktíð, Liverpool, Real Madrid og Manchester City bíða eftir svari. (90min)
Roger Schmidt stjóri Benfica segist hafa tekið Enzo Fernandez, 21, út úr liðinu í gær því hann missti af æfingu eftir að hafa komið heim frá Argentínu eftir nýársfögnuð. (B24)
Chelsea er áfram í viðræðum við Mykhailo Mudryk, 22, vængmann Shakhtar og Enzo Fernandez eftir að hafa samið við Andrey Santos, 18, frá Vasco da Gama í gær. (Metro)
Mudryk á erfitt með að ákveða sig hvort hann eigi að fara til Chelsea, sem ætlar að bjóða betur en öll önnur lið, og erkifjendurna í London, Arsenal. (Sun)
Arsenal fer ekki í stríð við Chelsea og mun frekar reyna við Joao Felix, 23, frá Atletico Madrid. (Telegraph)
MIkel Arteta stjóri Arsenal ýtir á stjórnina að næla bæði í Mudryk og Felix í janúar. (Mirror)
Manchester United hefur samþykkt að fá Vincent Aboubakar, 30, landsliðsmann Kamerún á láni frá Al Nassr. (OKAZ)
Juventus og Barcelona hafa áhuga á WIlfried Zaha, leikmann Crystal Palace en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Real Madrid gæti reynt að næla í Achraf Hakimi, 24, frá PSG í sumar. Hann gæti tekið við af Dani Carvajal, 30. (El Nacional)
Liverpool og Chelsea eru á eftir Moises Caicedo, 21, miðjumanni Brighton og Ekvador. (Sky Sports)
Chelsea hefur einnig áhuga á að fá Marcus Thuram, 26, leikmann Gladbach. (Foot Mercato)
Salernitana vill fá Pape Matarr Sarr, 20, á láni frá Tottenham út þessa leiktíð. (Mail)
David Moyes stjóri West Ham er að fara inn í mikilvægar tvær vikur þar sem leikirnir gegn Wolves og Everton gætu orðið hans síðustu hjá félaginu. (Mail)