Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Belgía: Lommel dæmdur ósigur vegna fjölda smita
Kolbeinn Þórðarson í U21-landsliðsverkefni síðasta haust.
Kolbeinn Þórðarson í U21-landsliðsverkefni síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lommel átti að mæta Seraing í næstefstu deild Belgíu í gærkvöldi. Leikurinn fór ekki fram og var Seraing dæmdur 5-0 sigur.

Upp komu mörg smit hjá Lommel og því ákváðu eigendur félagsins að best væri að leikurinn færi ekki fram. Kolbeinn Þórðarson er leikmaður Lommel.

Seraing og Lommel eru í baráttunni um 2. sætið í deildinni en nú er Seraing með fimm stiga forskot á Lommel eftir átján umferðir.

Topplið St. Gilloise er með tólf stigum meira en Seraing. Aron Sigurðarson spilaði síðasta stundarfjórðunginn á föstudaginn þegar St. Gilloise lagði Lierse K., 2-1, á heimavelli.

Í gærkvöldi vann Oostende lið St. Truiden í efstu deild Belgíu. Ari Freyr Skúlason lék ekki með Oostende en þetta er annar leikurinn í röð sem Ari tekur ekki í þátt í. Oostende vann 3-1 sigur og er í 4. sæti deildarinnar þegar 26. umferðin er enn í gangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner