Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef þú sérð hann fara upp í skallabolta þá stígurðu skref frá"
Jóhann Helgi í baráttunni
Jóhann Helgi í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jakob Franz að elta uppi boltann
Jakob Franz að elta uppi boltann
Mynd: Palli Jóh
Jakob Franz Pálsson var á dögunum lánaður frá Þór til Venezia á Ítalíu. Jakob er átján ára gamall bakvörður sem mun leika með U19 ára liði ítalska félagsins, allavega til að byrja með.

Sjá einnig:
Jakob Franz: Þetta er draumurinn og hefur verið í langan tíma

Hann var gestur í Þórs-hlaðvarpinu fyrir helgi þar sem hann ræddi um uppgöngu sína í yngri flokkum og margt fleira. Tveir punktar vöktu sérstaklega athygli fréttaritara. Jakob var fyrst spurður hver hans uppáhalds Þórsari hefði verið þegar hann var í stúkunni sem áhorfandi.

„Það er Manni (Ármann Pétur Ævarsson) eða Jóhann Helgi (Hannesson), það er erfitt að velja á milli. Svo þegar ég byrjaði að æfa með þeim þá bættist Svenni (Sveinn Elías Jónsson) við. Það er ekki hægt að velja milli þeirra þriggja." Jakob var í kjölfarið spurður hvernig væri að eiga við Jóa á æfingum.

„Það er ekki hægt. Ef þú sérð hann fara upp í skallabolta þá stígurðu skref frá og leyfir honum. Hugsunin er 'ég nenni ekki að meiðast í dag, leyfi honum frekar að skall'onum inn, tek þann skell'."

Nauðsynlegt að hafa gaman af þessu
Jakob var einnig spurður út í heilræði til ungra Þórsara sem dreymir um að komast í atvinnumennsku.

„Að hafa gaman af þessu, að mæta á æfingar og gera hlutina 100%. Svo er að vera þolinmóður, hlutirnir koma oft til þín ef þú bíður og ert þolinmóður. Ég beið eftir þessu fyrsta tækifæri og stökk á það. Svo er augljósasta svarið að gera aukaæfingar," sagði Jakob.

Hlusta má á spjallið hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner