Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 07. febrúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez frábær með Atletico - „Mér var sýnd vanvirðing"
Suarez yfirgaf Barcelona síðasta sumar.
Suarez yfirgaf Barcelona síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Luis Suarez hefur verið magnaður með Atletico Madrid á tímabilinu og er hann stór ástæða þess að liðið er í þægilegri stöðu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 34 ára gamli Suarez er búinn að skora 14 mörk í 16 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni.

Barcelona ákvað að selja hann síðasta sumar. Ronald Koeman, stjóri Börsunga, lét hann vita að hann væri ekki áætlunum sínum. Suarez, sem er næst markahæstur í sögu Barcelona, var seldur til Atletico fyrir 5,5 milljónir punda.

Suarez segir að Barcelona hafi sýnt sér vanvirðingu. „Þetta var erfitt því mér var sýnd vanvirðing en ég vildi að börnin mín sæu mig bera höfuðið hátt þegar ég færi frá félaginu," sagði Suarez við Onda Cero.

„Það var mjög erfitt að segja börnunum mínum frá félagaskiptunum. Þau fundu á sér að það væri breyting í vændum. Það komu upp erfið augnablik í tengslum við brottför mína frá Barcelona. Það voru sögusagnir í gangi sem voru staðfestar á endanum, og það særði mig mest."

Barcelona var lengi að láta Suarez vita að hann væri á sölulista. Hann hefur greinilega notað þetta allt saman sem hvatningu á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner