Heimild: Brennslan
Víkingur spilar heimaleik sinn gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í Helsinki í Finnlandi næsta fimmtudag og í mars mun íslenska landsliðið spila heimaleik á Spáni í umspili Þjóðadeildarinnar gegn Kosóvó.
Lélegar vallaraðstæður á Íslandi gera það að verkum að íslensk landslið og félagslið fá ekki að spila mikilvæga leiki hér á landi. Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var í viðtali á FM957 og tjáði sig um þessa stöðu.
Lélegar vallaraðstæður á Íslandi gera það að verkum að íslensk landslið og félagslið fá ekki að spila mikilvæga leiki hér á landi. Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var í viðtali á FM957 og tjáði sig um þessa stöðu.
„Það má alveg taka sterkt til orða, þetta er til háborinnar skammar. Við höfum verið að ferðast til ýmissa landa og spila fullt af Evrópuleikjum, það eru nánast öll löndin með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð," segir Arnar í viðtali í útvarpsþættinum Brennslan.
„Sama hvort þú fílar íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland lítur út á alþjóðlegum vettvangi. En nú er að koma hybrid gras og svo vonandi verða framkvæmdir í kjölfarið."
„Sem dæmi um það hvað þetta skiptir miklu máli, tveir síðustu leikir undankeppninnar í nóvember eru á útivöllum. Síðustu leikirnir skipta ansi miklu máli og maður vill geta spilað á Laugardalsvelli og stúkan tryllt."
Athugasemdir