Ásthildur Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins er nýr mennta- og barnamálaráðherra en hún er þar með einnig ráðherra íþróttamála.
Fjallað hefur verið um að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar fer lítið fyrir íþróttum en í færslu á Facebook heitir Ásthildur íþróttum stuðningi stjórnvalda.
Fjallað hefur verið um að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar fer lítið fyrir íþróttum en í færslu á Facebook heitir Ásthildur íþróttum stuðningi stjórnvalda.
„Ný ríkisstjórn ætlar að standa þétt við bakið á afreksíþróttafólkinu okkar og íþróttahreyfingunni og einnig beita sér fyrir jöfnu aðgengi allra barna okkar að þátttöku í íþróttastarfi, almennt en einnig afreksstarfi," skrifar Ásthildur Lóa sem var viðstödd útnefningu á íþróttamanni ársins á laugardagskvöld.
Ásthildur Lóa kom einnig inn á byggingu þjóðarleikvanga í pistli sínum. Framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli þar sem verið er að leggja hybrid gras en ljóst er að það þarf að endurnýja leikvanginn að mörgu öðru leyti.
„Til þess þarf áframhaldandi uppbyggingu fullnægjandi mannvirkja og íþróttastarfs á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður og ég sem ráðherra íþróttamála mun leggja mitt af mörkum til að fylgja því fast á eftir,“ skrifaði ráðherra en hvorki Víkingur né íslenska landsliðið geta spilað komandi heimaleiki sína hér á landi vegna lélegra vallarmála.
Athugasemdir