Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Stærsta kvöldið til þessa
Mynd: EPA
Liverpool er komið í úrslit enska deildabikarsins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir að liðið vann Tottenham örugglega á Anfield í gær.

Leiknum lauk með 4-0 sigri eftir að liðið hafði tapað 1-0 í fyrri leiknum í Lundúnum.

Arne Slot tók við liðinu af Jurgen Klopp síðasta sumar. Jurgen Klopp náði frábærum árangri og Slot hefur tekist að halda liðinu á frábæru skriði.

„Við höfum átt stór kvöld nú þegar en já, að komast í úrslit ætti líka að vera sérstök stund og það er það. Í því samhengi hefur þetta verið sérstakasta kvöldið," sagði Slot.

Liverpool mætir Newcastle í úrslitum eftir sigur Newcastle á Arsenal í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Athugasemdir
banner
banner