Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 07. mars 2021 13:53
Aksentije Milisic
Rangers er skoskur meistari (Staðfest)
Rangers er orðinn skoskur meistari en þetta varð ljóst rétt í þessu þegar Celtic mistókst að vinna Dundee United á útivelli í dag.

Þetta er fyrsti deildartitill Rangers í tíu ár og hefur Steven Gerrard, stjóri liðsins, verið að gera hreint magnaða hluti með þetta lið á þessari leiktíð.

Stuðningsmenn Rangers hópuðust fyrir utan Ibrox leikvanginn í gær og fögnuðu Gerrard og leikmönnum hans innilega, þegar þeir mættu til leiks gegn St Mirren. Rangers vann þann leik og brutust út mikil fagnaðarlæti í kjölfarið. Ljóst er að þau verða ekkert minni í dag.

Rangers og Celtic mætast einmitt í næstu umferð. Rangers hefur ekki ennþá tapað deildarleik á þessari leiktíð. Liðið hefur unnið 28 leiki og gert fjögur jafntefli.

Steven Gerrard er fyrsti þjálfarinn í tíu ár sem kemur í veg fyrir það að Celtic vinni deildina.
Athugasemdir
banner
banner