Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Lögreglan lýsti eftir Stefáni Loga - Voru erfiðir tímar
Greinin í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. nóvember 1993.
Greinin í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. nóvember 1993.
Mynd: Morgunblaðið
Stefán Logi í leik með KR.
Stefán Logi í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir 13 ára pilti, Stefáni Loga Magnússyni. Hann fór af heimili sínu við Stangarholt seint á sunnudagskvöld en hefur síðan haft samband við kunningja sína," svona hljómaði grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. nóvember 1993.

Stefán Logi sem var orðinn leikmaður Bayern Munchen rúmlega þremur árum síðar og átti farsælan feril sem fótboltamaður eftir þetta er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjunni á Fótbolta.net.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Í þættinum ræðir Stefán Logi um þennan tíma þegar hann strauk að heiman í nokkra daga.

„Þetta voru erfiðir tímar. Ég var ungur og skapstór drengur," segir Stefán Logi í þættinum þar sem hann ræddi þessa uppákomu.

„Ég ólst alltaf upp hjá pabba mínum og það var mjög gott uppeldi en við vorum mjög líkir og áttum erfitt skap saman. Svo komu upp aðstæður sem gerðu það að verkum að mér fannst ég þurfa að fara að heiman. Þetta var alls ekki rétta lausnin en eins þrjóskur og ég er var ég ekki tilbúinn að koma fram," segir hann.

„Auðvitað var þetta mjög erfitt fyrir mína nánustu en það væsti ekkert um mig allan tímann. Ég faldi mig inni í bílskúr hér og þar og fékk mat hjá góðu fólki. Ég fór líka inn hjá frændfólki sem ég vissi að var ekki heima. Svo var þetta komið gott að lokum þegar ég var farinn að hlaupa undan lögreglunni. Ég hljóp í nokkur skipti undan lögreglunni og þetta var nánnast eins og í bíómynd. Svo leystist þetta að lokum en það voru vinir og vandamenn og þjálfarar úti að leita að mér. "

Stefán Logi kom svo víða við á fótboltaferlinum og varð aðalmarkvörður íslenska landsliðsins seinna meir. Hann segir að hann skilji núna hvernig fólkinu hans leið á meðan þessu stóð.

„Sem foreldri í dag get ég rétt ímyndað mér hvernig mínum nánustu leið þó ég gerði mér enga grein fyrir því þá. Ég er ekki stoltur af þessu en skammast mín ekki. Það er gott að geta komið til baka og viðurkennt að þetta var feilspor."
Miðjan - Stefán Logi: Strokubarnið sem samdi við Bayern Munchen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner