Þórhallur Víkingsson var ekki nægilega ánægður með spilamennsku HK/Víkings í 1-0 tapi liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.
Þetta var leikur í 2. umferð Pepsi Max-deild kvenna en HK/Víkingur vann KR í 1. umferðinni 1-0.
Þetta var leikur í 2. umferð Pepsi Max-deild kvenna en HK/Víkingur vann KR í 1. umferðinni 1-0.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 HK/Víkingur
„Þetta var jafn leikur. Stjarnan var betri í fyrri hálfleik en við vorum betri í seinni. Þær skora hinsvegar þetta mark sem skildi liðin að. Við verðum að kyngja því," sagði Þórhallur sem segir liðið geta spilað betur en í kvöld.
„Fyrri hálfleikurinn var ekki nægilega góður fannst mér, baráttulega og spilamennskulega séð. Á móti vorum við ekki að gefa mikið af færum á okkur. Við vorum betri í seinni hálfleik og mér fannst við vera það lið sem var að stjórna leiknum. Við vorum ekki að skapa mikið, ég get ekki sagt það."
Þórhallur var sammála því að það hafi vantað meiri sóknarþunga í leik HK/Víkings.
„Það vantar fleiri leikmenn til að skora mörk hjá okkur," sagði Þórhallur að lokum.
Athugasemdir























