lau 07. maí 2022 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Aðeins tveir sem hafa staðist væntingar hjá Man Utd
Graeme Souness
Graeme Souness
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, sparkspekingur á Sky Sports, segir að aðeins tveir leikmenn Manchester United hafi staðist væntingar á þessu tímabili en það eru þeir David De Gea og Cristiano Ronaldo.

Brighton valtaði fyrir United í dag, 4-0, og er það nú endanlega ljóst að liðið á ekki möguleika á að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Frammistaðan var skelfileg en Souness á erfitt með að skilja hvernig þeir spila svona þegar þeir eru að berjast fyrir framtíð sinni hjá félaginu.

„Maður hefði haldið það að maður myndi fá heiðarleika frá leikmönnunum og að þeir væru að berjast um framtíðarsæti hjá félaginu því það eru svo mörg spurningamerki í hópnum."

„Það eru svo margir sem hafa spilað undir getur og við vitum að þeir eru betri en þetta. Það er allt í lagi fyrir okkur að segja þetta en þeir verða að gera það líka."


Souness gat aðeins fundið tvo leikmenn í liðinu sem hafa ekki spilað undir getur á tímabilinu en það eru þeir David De Gea og Cristiano Ronaldo.

„Það eru kannski tveir leikmenn. Ronaldo hefur raðað inn mörkum og De Gea, kannski. Fyrir utan það þá er erfitt að finna leikmenn sem geta kallað sig leikmenn Manchester United," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner