
„Það er takmörkuð bjartsýni og ótrúlega lítil stemning fyrir þessu. Við Íslendingar erum miklir skopparaboltar og hoppum upp og niður með liðinu en það er galið að það sé ekki uppselt," segir íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson hjá Sýn.
Henry ræddi við Fótbolta.net um landsleikinn gegn Albaníu á morgun en stemningin í íslensku þjóðinni fyrir leikinn virðist takmörkuð.
Henry ræddi við Fótbolta.net um landsleikinn gegn Albaníu á morgun en stemningin í íslensku þjóðinni fyrir leikinn virðist takmörkuð.
„Laugardalsvöllur er vissulega hundleiðinlegur og það er ekkert sérstaklega gaman að vera á þessum ljóta velli. En þetta eru strákarnir okkar og þeir eiga aðeins meira skilið. Þeir þurfa 4-6 punkta og það væri gaman að hafa meiri meðbyr."
„Það eru ekki margir leikmenn sem rífa kjaft yfir þessu en maður hefur heyrt að þetta pirri þá marga og það er skiljanlegt. Það er innan við ár sem við vorum á HM en stemningin hefur hrunið. Fyrir ári síðan hefði verið auðvelt að selja tvöfaldan Laugardalsvöll fyrir leik gegn Albaníu,"
„Þetta er sama liðið... en svona er íslenski bolurinn. Það er ekki á allt kosið í þessu."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Ég deildi svartsýni með landanum framan af en það er svo mikið stolt og mikil gæði í þessu liði. Það er mótspyrna og völlurinn ekki fullur, fólk virðist hafa takmarkaða trú á þeim og ég vona að þeir sparki frá sér og sýni fólkinu í landinu að þeir séu ekki búnir að vera. Ég neita að trúa því að gullskeiðinu sé lokið og spái 2-0 sigri,
Athugasemdir