„Virkilega stoltur af okkar liði og dugnaðinum,'' segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 0-1 sigur gegn Gróttu í 6. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 0 - 1 Grindavík
Jasmine var mjög spræk í þessum leik og kom sér í nokkur dauðafæri. Anton var spurður út í hvort hann hefði viljað sjáð Jasmine klára eitt af þessum færum.
„Já, sértaklega fyrra færið þar sem hún slapp ein í gegn og hefði geta komist. Svo 10 mínútum seinna hefði hún getað skorað mark tímabilsins,''
„Hún vann virkilega vel fyrir liðið og djöflaðist allan tímann. Gróttu menn voru í bölfuðu brasi með hana því hún hefur gígantíska hraða,''
„Við lögðum upp með í rauninni að loka miðsvæðinu þar sem Grótta vill fá boltan í kring, og væng bakverðirnir myndu spila á móti vængabakverðinum. Taka þessa númer 22, hana Hönnuh sem hefur verið að skora fyrir þær,''
„Virkilega gott að koma svona tilbaka eftir hafa tapað síðasta leik fyrir KR og svara því með sterkum sigri á liðið sem situr í öðru sætinu og búinn að vinna 4 leiki fyrir þenann leik,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.