Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mið 07. júní 2023 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegt afrek fyrir félagið - „Við munum óska eftir frestun"
Sjö Stjörnumenn í landsliðunum
Hér má sjá þrjá af sjö landsliðsmönnunum fagna marki Baldurs Loga í gær. Eggert Aron, Róbert Frosti og Guðmundur Baldvin eru allir í U19.
Hér má sjá þrjá af sjö landsliðsmönnunum fagna marki Baldurs Loga í gær. Eggert Aron, Róbert Frosti og Guðmundur Baldvin eru allir í U19.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö Stjörnumenn voru valdir í U19 og U21 landsliðin í gær. Fimm í U19 sem er á leið í lokakeppni EM og tveir í æfingaleiki með U21.

„Að sjálfsögðu er það ánægjuefni, ótrúlegt afrek fyrir félagið og alla sem hafa staðið að því; þjálfun og utanumhaldi. Við megum allir vera mjög stoltir og erum það, hinir leikmennirnir líka. Bara frábært," sagði þjálfarinn Jökull Elísabetarson eftir leikinn gegn KR í gær.

Mótið fer fram 3.-16. júlí á Möltu. Einn deildarleikur Stjörnunnar er settur á 7. júlí gegn Breiðabliki og í aðdraganda mótsins, 29. júní, á liðið leik gegn FH. Ef íslenska liðið fer alla leið í mótinu á Stjarnan svo leik gegn Val daginn eftir úrslitaleik mótsins.

Mun Stjarnan óska eftir frestunum á leiki?

„Já, ég reikna með því. Þetta eru margir leikmenn, margir sem eru í byrjunarliði eða hafa verið að byrja. Við munum óska eftir frestun."


Jökull: Svekkjandi að detta úr bikarnum þar sem tækifæri lágu
Athugasemdir
banner
banner
banner