Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Rebrov tekinn við úkraínska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Sergiy Rebrov hefur verið ráðinn þjálfari úkraínska landsliðsins og er með samning út HM 2026.

Rebrov er fyrrum sóknarmaður Úkraínu en á leikmannaferlinum spilaði hann fyrir Dynamo Kiev og Tottenham Hotspur.

Hann lék 75 landsleiki fyrir Úkraínu milli 1992 og 2006 og lagði skóna á hilluna 2009.

Hann mun stýra Úkraínu í vináttuleik gegn Þýskalandi á mánudag en þar á eftir fylgja leikir gegn Norður-Makedóníu og Möltu í undankeppni EM.

Rebrov tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að hafa stýrt liðinu í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner