Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fös 07. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Ísland á Wembley í kvöld
Frá æfingu íslenska liðsins á Wembley
Frá æfingu íslenska liðsins á Wembley
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Englandi á Wembley í vináttulandsleik í kvöld. Leikurinn ere liður í undirbúningi enska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi.


Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Eins og alþjóð veit var Ísland grátlega nálægt því að tryggja sér sæti á EM en liðið tapaði í úrslitaleik gegn Úkraínu. Þetta er síðasti leikur Englands áður en liðið heldur til Þýskalands og mætir Serbíu í fyrsta leik á EM þann 16. júní.

Ísland lagði England sælla minninga á EM í Frakklandi 2016 og sendi liðið heim í 16 liða úrslitum. Liðin mættust síðan tvisvar árið 2020 í Þjóðadeildinni þar sem Englendingar unnu báða leikina.

Ísland mætir síðan Hollandi 10. júní og síðan hefur liðið leik í Þjóðadeildinni í september.

Tveir leikir fara fram í Lengjudeildinni í kvöld. Heil umferð er í Bestu deild kvenna á morgun og einnig spilað í Lengjudeildum karla og kvenna. Þá hejast átta liða úrslit Mjólkurbikarsins á leik Keflavíkur og Vals á sunnudaginn.

föstudagur 7. júní

Landslið karla - Vináttulandsleikir
18:45 England-Ísland (Wembley)

Lengjudeild karla
17:30 ÍR-ÍBV (ÍR-völlur)
19:15 Grótta-Þróttur R. (Vivaldivöllurinn)

2. deild karla
19:15 Ægir-Þróttur V. (GeoSalmo völlurinn)
19:15 Völsungur-Höttur/Huginn (PCC völlurinn Húsavík)

2. deild kvenna
18:00 ÍH-Smári (Skessan)

3. deild karla
20:00 Hvíti riddarinn-Vængir Júpiters (Malbikstöðin að Varmá)

4. deild karla
18:00 KH-KFS (Valsvöllur)

laugardagur 8. júní

Besta-deild kvenna
14:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
14:00 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
14:00 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
16:15 Þróttur R.-Tindastóll (AVIS völlurinn)
16:15 Þór/KA-Breiðablik (VÍS völlurinn)

Lengjudeild karla
15:00 Afturelding-Dalvík/Reynir (Malbikstöðin að Varmá)

Lengjudeild kvenna
13:30 ÍBV-FHL (Hásteinsvöllur)

2. deild karla
14:00 KFA-Haukar (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Kormákur/Hvöt-KFG (Blönduósvöllur)
16:00 Víkingur Ó.-KF (Ólafsvíkurvöllur)

2. deild kvenna
13:00 Augnablik-Álftanes (Kópavogsvöllur)
14:00 Haukar-Einherji (BIRTU völlurinn)

3. deild karla
16:00 Sindri-Augnablik (Jökulfellsvöllurinn)
17:00 Elliði-Magni (Würth völlurinn)

4. deild karla
14:00 Kría-Skallagrímur (Vivaldivöllurinn)
14:30 Ýmir-Tindastóll (Kórinn)

5. deild karla - A-riðill
16:00 Samherjar-Hafnir (Hrafnagilsvöllur)

5. deild karla - B-riðill
15:00 Hörður Í.-Afríka (Kerecisvöllurinn)

sunnudagur 9. júní

Mjólkurbikar karla
16:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)

2. deild kvenna
13:00 Völsungur-Vestri (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 KH-Sindri (Valsvöllur)
16:00 Fjölnir-Dalvík/Reynir (Egilshöll)

5. deild karla - A-riðill
18:00 Álafoss-Þorlákur (Malbikstöðin að Varmá)

5. deild karla - B-riðill
14:00 Uppsveitir-Afríka (Probygg völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner