Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 07. júní 2024 09:29
Elvar Geir Magnússon
Tosin Adarabioyo til Chelsea (Staðfest)
Tosin Adarabioyo er kominn til Chelsea.
Tosin Adarabioyo er kominn til Chelsea.
Mynd: Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea hefur fengið varnarmanninn Tosin Adarabioyo frá Chelsea á frjálsri sölu. Þessi 26 ára hávaxni miðvörður gerir fjögurra ára samning við Chelsea.

Chelsea tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni á liðinni leiktíð.

Tosin var í akademíu Manchester City á sínum tíma og hann hafnaði samningstilboði frá Fulham sem hefði gert hann að einum launahæsta leikmanni félagsins. Enskir fjölmiðlar segja Manchester United hafa reynt að krækja í hann á síðustu stundu en það hafi verið of seint, Tosin hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að fara til Chelsea. Þá höfðu Newcastle og Atletico Madrid einnig reynt að fá hann.

Koma hans til Chelsea gæti markað brotthvarf Trevoh Chalobah sem er fáanlegur til sölu í sumar og verið orðaður við Manchester United. Þá er hinn reynslumikli Thiago Silva að yfirgefa Chelsea og ganga í raðir Fluminense í Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner