Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 07. júní 2024 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Var út í búð þegar hann fékk símtalið - „Verður minnisstætt til eilífðar"
Icelandair
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal bjóst ekki við því fyrir nokkrum dögum að hann væri að fara að spila í sigri Íslands á Wembley.

Hann var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla annarra leikmanna og kom svo við sögu undir lokin. Mögnuð kvöldstund í London.

„Þetta var bara sturlað og geggjað. Að vera kallaður inn á síðustu stundu, ná einni æfingu hér á Wembley og svo að fá að koma inn á og sprikla aðeins. Að vinna þetta stjörnulið Englands er bara geggjuð tilfinning," sagði Valgeir eftir leikinn.

„Þetta verður minnisstætt til eilífðar."

Hvað var Valgeir að gera þegar hann fékk kallið?

„Ég var bara niðri í bæ með vinum mínum. Í einhverri búð. Svo hringir Siggi Dúlla í mig. Hann segir að það hafi komið upp meiðsli og að sjálfsögðu er ég klár. Ég flýg þremur tímum seinna. Þetta var alvöru stund."

„Ég er mættur með takkaskó og klár í þetta. Ég vissi að ég væri nálægt þessu, en þetta var ekki alveg stundin sem ég var að búast við símtalinu. Það rættist vel úr þessu," sagði Valgeir og brosti.

„Þetta var einmitt það sem við þurftum sem þjóð. Að ná að sýna hvað við getum gert. Við getum unnið þessi stóru lið. Að halda hreinu á móti þessu liði og skora eitt mark... við hefðum getað skorað önnur tvö. Þetta var bara geggjað."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner