Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 07. júní 2024 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Var út í búð þegar hann fékk símtalið - „Verður minnisstætt til eilífðar"
Icelandair
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal bjóst ekki við því fyrir nokkrum dögum að hann væri að fara að spila í sigri Íslands á Wembley.

Hann var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla annarra leikmanna og kom svo við sögu undir lokin. Mögnuð kvöldstund í London.

„Þetta var bara sturlað og geggjað. Að vera kallaður inn á síðustu stundu, ná einni æfingu hér á Wembley og svo að fá að koma inn á og sprikla aðeins. Að vinna þetta stjörnulið Englands er bara geggjuð tilfinning," sagði Valgeir eftir leikinn.

„Þetta verður minnisstætt til eilífðar."

Hvað var Valgeir að gera þegar hann fékk kallið?

„Ég var bara niðri í bæ með vinum mínum. Í einhverri búð. Svo hringir Siggi Dúlla í mig. Hann segir að það hafi komið upp meiðsli og að sjálfsögðu er ég klár. Ég flýg þremur tímum seinna. Þetta var alvöru stund."

„Ég er mættur með takkaskó og klár í þetta. Ég vissi að ég væri nálægt þessu, en þetta var ekki alveg stundin sem ég var að búast við símtalinu. Það rættist vel úr þessu," sagði Valgeir og brosti.

„Þetta var einmitt það sem við þurftum sem þjóð. Að ná að sýna hvað við getum gert. Við getum unnið þessi stóru lið. Að halda hreinu á móti þessu liði og skora eitt mark... við hefðum getað skorað önnur tvö. Þetta var bara geggjað."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner