Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fös 07. júní 2024 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Var út í búð þegar hann fékk símtalið - „Verður minnisstætt til eilífðar"
Icelandair
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal bjóst ekki við því fyrir nokkrum dögum að hann væri að fara að spila í sigri Íslands á Wembley.

Hann var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla annarra leikmanna og kom svo við sögu undir lokin. Mögnuð kvöldstund í London.

„Þetta var bara sturlað og geggjað. Að vera kallaður inn á síðustu stundu, ná einni æfingu hér á Wembley og svo að fá að koma inn á og sprikla aðeins. Að vinna þetta stjörnulið Englands er bara geggjuð tilfinning," sagði Valgeir eftir leikinn.

„Þetta verður minnisstætt til eilífðar."

Hvað var Valgeir að gera þegar hann fékk kallið?

„Ég var bara niðri í bæ með vinum mínum. Í einhverri búð. Svo hringir Siggi Dúlla í mig. Hann segir að það hafi komið upp meiðsli og að sjálfsögðu er ég klár. Ég flýg þremur tímum seinna. Þetta var alvöru stund."

„Ég er mættur með takkaskó og klár í þetta. Ég vissi að ég væri nálægt þessu, en þetta var ekki alveg stundin sem ég var að búast við símtalinu. Það rættist vel úr þessu," sagði Valgeir og brosti.

„Þetta var einmitt það sem við þurftum sem þjóð. Að ná að sýna hvað við getum gert. Við getum unnið þessi stóru lið. Að halda hreinu á móti þessu liði og skora eitt mark... við hefðum getað skorað önnur tvö. Þetta var bara geggjað."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner