Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Handboltakempa varamarkvörður Vals í gær
Anna Úrsúla eftir landsleik.
Anna Úrsúla eftir landsleik.
Mynd: Hilmar Þór
Það vakti athygli í gær að handboltakempan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var á varamannabekk Vals í Pepsi Max-deildinni þegar liðið sótti Selfoss heim.

Anna var á bekknum í afleysingum en varamarkvörður Vals, Fanney Inga Birkisdóttir, er þessa stundina með U16 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu.

Anna Úrsúla varð sjö sinnum Íslandsmeistari í handbolta á sínum ferli og lék yfir 100 landsleiki. Fimm sinnum gerði hún það með Val og tvisvar sinnum með Gróttu.

Fanney Inga varði mark Íslands gegn Svíþjóð í gær í leik sem endaði 1-1 og fór svo í vítaspyrnukeppni. Fanney varði tvö af vítum sænska liðsins.

Þá var kunnulegt nafn á skýrslu hjá Breiðabliki í gærkvöldi þar sem Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrum markvörður liðsins, var mætt í liðsstjórn. Hún fyllti í skarð Ólafs Péturssonar sem er þessa stundina erlendis með karlaliði Breiðabliks. Það mætir Racing í Lúxemborg á morgun í fyrri leik liðanna í Sambandsdeildinni.

Valur vann Selfoss, 1-2, í gær og Breiðablik vann Þrótt, 2-3.


Athugasemdir
banner
banner
banner