Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. júlí 2022 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Var að spila lang, lang, langbesta leikinn sinn síðan hann kom til okkar"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er óhætt að segja að pólski kantmaðurinn Maciej Makusewski, sem gekk í raðir Leiknis R. í vetur, hefur ekki verið með neinar flugeldasýningar í upphafi Íslandsmótsins.

Frammistaða hans gegn ÍA á mánudagskvöld var kannski engin flugeldasýning en hann átti allavega sinn besta leik í sumar, jafnvel sinn langbesta.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

Makusewski fékk reyndar rautt spjald í uppbótartíma fyrir að gŕipa í treyju Kaj Leo í Bartalsstovu eftir að sá færeyski hefði hrint Birgi Baldvisson, leikmanni Leiknis. Sá pólski verður í leikbanni í næsta leik Leiknis.

Sigurður Heiðar Höskuldsson tjáði sig um Maciej í viðtali eftir leik.

„Ég sé þetta ekki, heyri bara að Maciej hafi slegið til einhvers og þá er það bara rautt spjald. Ég er virkilega sár og svekktur með það því hann var að spila lang, lang, langbesta leikinn sinn síðan hann kom til okkar. Svekkjandi að enda leikinn svona."

Geturu útskýrt hvers vegna byrjun hans á Íslandi hefur verið svona erfið?

„Þetta bara gerist... maður hefur séð ótal leikmenn eiga erfitt uppdráttar til að byrja með. Bæði hérna og erlendis. Menn þurfa oft heilu tímabilin til að koma sér í gang. En þetta var allt annað og mér fannst hann bara frábær í dag," sagði Siggi. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner