Gunnar Már Guðmundsson átti góðan leik er Fjölnir skoraði fjögur mörk gegn ÍA fyrr í kvöld.
Fjölnir er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar eftir sigurinn, aðeins tveimur stigum frá toppliði FH sem á leik til góða.
Fjölnir er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar eftir sigurinn, aðeins tveimur stigum frá toppliði FH sem á leik til góða.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 0 ÍA
;,Gott að hefna fyrir tapið uppá Skaga með öflugum sigri í dag. Við héldum markinu hreinu og það var markmið númer eitt hjá okkur," sagði Gunnar eftir leik.
„Það kemur bara maður í manns stað, við erum komnir með þéttan og góðan hóp þar sem er jákvæð samkeppni."
Gunnar skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins og átti eina stoðsendingu. Hann segir leikinn hafa orðið talsvert auðveldari eftir að gestirnir misstu fyrirliðann sinn, Ármann Smára Björnsson, meiddan af velli.
„Um leið og Manni fór útaf þá var þetta auðvelt. Næsti leikur gegn FH verður skemmtilegur og mögulega komumst við uppfyrir þá."
Athugasemdir
























