Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. ágúst 2020 14:35
Elvar Geir Magnússon
„Ísland líklega eina knattspyrnuþjóð Evrópu sem ekki spilar"
Victor Olsen í góðum félagsskap í stúkunni.
Victor Olsen í góðum félagsskap í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Victor Olsen, fyrrum rekstrarstjóri meistaraflokka Stjörnunnar, setur spurningamerki við samræmið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirufaraldursins.

Í dag var tilkynnt að Íslandsmótinu hefur verið frestað til 13. ágúst.

„Hvaða önnur atvinnustarfsemi en knattspyrna er bönnuð á íslandi vegna Covid? Nudd og hárgreiðslustofur, líkamsrækt, sundlaugar og barir eru opnir en fullfrískum leikmönnum er óheimilt að stunda sína vinnu," skrifar Victor á Twitter.

„Ísland líklega eina knattspyrnuþjóð Evrópu sem ekki spilar um þessar mundir."

„Veiran virðist samkvæmt erlendum rannsóknum ekki smitast mikið milli manna í knattspyrnuleikjum. Þá eigum við bæði þekkt dæmi hér heima og í deildunum í kringum okkur um einstaklinga sem hafa gengið með veiruna en ekki smitað liðsfélaga né mótherja. Þetta á við þjálfara sem og leikmenn."


Athugasemdir
banner
banner
banner