Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. ágúst 2020 12:52
Magnús Már Einarsson
Launaþak sett í ensku C og D-deildinni
Úr leik í neðri deildunum á Englandi.
Úr leik í neðri deildunum á Englandi.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku C og D-deildinni hafa samþykkt að vera með launaþak í deildinni á næsta tímabili til að takast á við fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar.

Félög í ensku C-deildinni mega vera með launakostnað upp á 2,5 milljónir punda (445 milljónir króna) á tímabilinu en í D-deildinni hljóðar upphæðin upp á 1,5 milljón punda (267 milljónir króna).

Inn í tölunni eru öll laun, bónusar og greiðslur til umboðsmanna en átt er við kostnað fyrir leikmenn sem eru 21 árs og eldri.

Félög í Championship deildinni hafa einnig rætt um launaþak en það gæti verið 18 milljónir punda á félag. Félög þar munu ræða málið meira á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner