
Kvennalið KR er komið í sóttkví í annað skipti í sumar eftir að aðili tengdur liðinu greindist með kórónaveiruna. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.
Leikmenn KR voru einnig í sóttkví eftir leik liðsins gegn Breiðabliki í júní þar sem smitaður leikmaður Breiðabliks spilaði leikinn.
Búið er að gera hlé á Íslandsmótinu til 13. ágúst næsktomandi, að minnsta kosti en heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ um að spila leiki á næstunni.
KR er búið að spila sjö leiki í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Tveimur leikjum var frestað þegar liðið var síðast í sóttkví en búið er að spila annan af þeim leikjum.
KR er því búið að spila einum leik minna en nokkur önnur lið í deildinni í dag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir