Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. ágúst 2020 18:30
Aksentije Milisic
Segir Ronaldo hafa samþykkt að ganga til liðs við Valencia
Mynd: Getty Images
Amedeo Carboni, fyrrverandi yfirmaður íþróttamála hjá Valencia, segir að Cristiano Ronaldo hafi samþykkt það að ganga í raðir liðsins frá Manchester United árið 2006.

Ronaldo og Wayne Rooney lenti saman á Heimsmeistaramótinu sumarið 2006 eins og frægt var en Rooney var ekki sáttur með að Ronaldo reyndi að fá dómara leiksins til þess að reka Rooney af velli, sem gerðist. Rooney var þó fljótur að fyrirgefa Ronaldo.

Ronaldo sá hins vegar ekki neitt rangt við það sem hann gerði og vildi hann fá meiri stuðning frá klúbbnum þegar hann snéri aftur til Englands eftir mótið en þá var mikill hatur í garð hans frá Englendingum. Hann sagði í júlí mánuð árið 2006 að það væri best að fara frá Manchester.

„Ronaldo stóð í rifrildum við Manchester og þá komum við inn í málið. Við náðum samkomulagi við Nike og Coca Cola til þess að fjármagna kaupin á honum. Hann samþykkti að ganga til liðs við okkur en skiptin kláruðust hins vegar aldrei," sagði Carboni.

Ronaldo varð eftir hjá United næstu þrjú árin þar sem hann færði sinn leik upp á næsta plan. Hann var valinn besti leikmaður heims í fyrsta skipti árið 2008.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner