Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
banner
   mið 07. ágúst 2024 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar Gunnlaugs: Með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa náð að snúa gengi sínu við.
Víkingar hafa náð að snúa gengi sínu við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst á dagskrá er Flora Tallinn frá Eistlandi.
Næst á dagskrá er Flora Tallinn frá Eistlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, ræddi við Fótbolta.net fyrir utan Víkingsvöll í dag. Á morgun spila Víkinga mikilvægan Evrópuleik gegn Flora Tallinn frá Eistlandi þar sem þeir munu reyna að stíga næsta skref í átt að riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Arnar var fyrst spurður út í fréttir gærdagsins um að Pablo Punyed væri með slitið krossband. Pablo hefur verið Víkingsliðinu gífurlega mikilvægur en hann verður ekki meira með á þessu tímabili.

„Mér líður bara ömurlega með það. Maður var bara með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi ef ég á að segja eins og er. Að öðrum ólöstuðum hefur Pablo verið mitt besta 'signing ever' í þessu félagi og hann er mikill leiðtogi. Hann er líka vinur minn. Ég veit hvað hann hlakkaði mikið til Evrópuleikjanna, landsliðsverkefna og þess háttar. Þetta er mikið áfall," segir Arnar.

„Við gerum okkar besta en maður þekkir þá tilfinningu vel að vera meiddur leikmaður. Þú ert einmana fyrstu dagana, sama hversu margir eru að senda þér skilaboð. Svo er það bara áfram gakk og að stíga upp. Það er ekkert annað í boði. Ég þekki Pablo og þrátt fyrir hækkandi aldur þá veit ég að hann vill ekki að ferillinn endi svona. Hann mun koma mjög sterkur til baka. Við munum styðja hann með ráðum og dáðum í öllu því ferli."

Þetta er stór stund fyrir félagið
Næst á dagskrá hjá Víkingum er Evrópuleikur gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. Fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli annað kvöld.

„Þessi tíðindi með Pablo sjokkera hópinn, eðlilega. Þetta eru miklir vinir og einn af þeirra bræðrum er að meiðast illa. Frá og með deginum í dag skynja ég að menn séu samt sem áður mjög einbeittir á þetta verkefni. Þetta er stór stund fyrir félagið. Við höfum áður verið í þessari stöðu og fengum þá Lech Poznan. Það voru flottir leikir. Núna er það Flora Tallinn sem er sigursælasta félag Eistlands. Við berum virðingu fyrir verkefninu og mætum auðmjúkir til leiks, en við ætlum okkur áfram," segir Arnar.

Hann telur möguleikana góða í þessu verkefni.

„Þeir eru mjög góðir. Við þurfum að eiga toppleiki en ég held að okkar toppleikur muni fara langa leið með að fara áfram. En hafandi sagt það er þér refsað meira í Evrópuleikjum. Við þurfum að vera með öll skynfærin á hreinu til að eiga möguleika. Við erum búnir að skoða þá mjög vel. Þeir eru kannski ekki ósvipaðir okkur; þeir eru með góða blöndu af reynsluboltum sem hafa spilað fleiri tugi landsleikja og svo eru efnilegir strákar. Þeim hefur ekki gengið vel í deildinni núna en við þekkjum það af eigin raun að það þarf lítið til að snúa genginu við."

Það sem gerir íþróttina svona skemmtilega
Fyrir stuttu síðan var grátt ský yfir Víkingi ef svo má segja. Það gekk ekki vel og liðið var ekki langt frá því að falla úr Evrópu. Núna er útlitið talsvert betra og Víkingsliðið er í mjög raunhæfum möguleika á að fara í riðlakeppni, á toppnum í deildinni og á leið í bikarúrslitaleik enn eitt árið.

„Ég get alveg sagt þér nákvæmlega hvenær þetta gerðist: Á 30. mínútu á móti HK. Það var dauði og djöfull fram að því og allir að vorkenna sjálfum sér. Við héldum áfram að halda í strúkturinn og reyna að berjast fyrir augnablikinu til að snúa genginu við. Þá skorum við þetta mark á móti HK... menn héldu í það sem hefur gert okkur að góðu liði. Við kaupum okkur heppni með dugnaði og síðan þá hefur lífið verið yndislegt. Þetta er það sem gerir íþróttina svo skemmtilega. Það er stutt í bölmóðinn og vælið, en líka stutt í velgengnina. Þú verður að hafa trú á henni," segir Arnar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner