Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 15:54
Elvar Geir Magnússon
Messi mættur aftur á æfingasvæði Barcelona
Messi mætir á æfingasvæðið.
Messi mætir á æfingasvæðið.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, er mættur aftur til æfinga eftir að hafa mistekist að komast frá félaginu.

Hinn 33 ára Messi lagði fram beiðni um að fara þann 25. ágúst en gaf það út á föstudaginn að það væri ómögulegt fyrir nokkuð félag að borga riftunarákvæði í samningi hans.

Þetta er í fyrsta sinn sem Argentínumaðurinn æfir með Börsungum síðan Ronald Koeman tók við sem stjóri.

Barcelona hefur nýtt tímabil gegn Villareal þann 27. september.

Messi hélt að hann gæti rift samningi sínum við Barcelona en í ljós kom að sú klásúla var fallin úr gildi. Javier Tebas, forseti La Liga, sagði í dag að hann hefði ekki haft sérstakar áhyggjur af því að Messi myndi yfirgefa Barcelona í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner