Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 07. september 2022 20:12
Aksentije Milisic
Víkingur skoraði fimm í fyrri hálfleik - „Orðið neyðarlegt fyrir gestina"
Ari með tvennu.
Ari með tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þessa stundina eigast við Víkingur og Leiknir í Bestu deild karla en þetta er frestaður leikur sem liðin áttu inni.


Víkingur er gjörsamlega að valta yfir gestina úr Breiðholtinu en staðan í hálfleik er 5-0 fyrir Íslandsmeistarana.

Ari Sigurpálsson er kominn með tvennu fyrir heimamenn en hin mörkin skoruðu Júlíus Magnússon, Erlingur Agnarsson og Logi Tómasson.

„Hálfleikur. Algjör einstefna hér á heimavelli hamingjunnar. Víkingar farið á kostum og fara með fimm marka forskot inn í hálfleikinn," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Kristinn Kjærnested er að lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og segir hann að útlitið sé orðið neyðarlegt fyrir gestina sem eru í mikillri fallbaráttu.

„Þetta er orðið neyðarlegt fyrir gestina," sagði Kristinn en síðari hálfleikurinn er framundan og spurning hvort Víkingar nái að bæta enn fleiri mörkum við eða þá hvort Leiknismenn lagi stöðuna.

Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner