Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   lau 07. september 2024 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tah staðfestir brottför frá Leverkusen - Eftirsóttur af Bayern
Mynd: EPA
Þýski miðvörðurinn Jonathan Tah hefur tilkynnt að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Tah er öflugur miðvörður sem var sterklega orðaður við FC Bayern í sumar en félögin komust ekki að samkomulagi um kaupverð.

Tah er lykilmaður í varnarlínu Leverkusen og mun hann spila fyrir liðið út tímabilið en ekki lengur heldur en það.

„Ég er búinn að taka ákvörðun og ég mun ekki skrifa undir nýjan samning hjá Bayer," sagði Tah. „Ég mun gera mitt besta fyrir þetta félag þar til samningurinn rennur út og svo mun ég taka ákvörðun um framtíðina næsta sumar. Ég er ánægður hér hjá Leverkusen en er líka búinn að ákveða að mig langar í nýja áskorun."

Tah er 28 ára gamall og á 29 landsleiki að baki fyrir Þýskaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner