Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 07. október 2015 11:54
Gunnar Birgisson
Aron um lítinn spiltíma: Leggst ekki niður og grenja
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur nánast ekkert komið við sögu hjá Cardiff á þessu tímabili. Aron var meiddur í upphafi móts og hefur ekki komist í liðið síðan hann náði að jafna sig.

Engan bilbug er að finna á Aroni en hann ætlar að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu.

„Ég held áfram að berjast fyrir sæti mínu en þetta er öðruvísi staða en ég hef verið í. Ég hef alltaf spilað mikið og það er spurning hvernig maður tæklar þetta," sagði Aron við Fótbolta.net í dag.

„Ég lít á þetta sem tíma fyrir mig til að bæta til að bæta það sem ég þarf að bæta. Ég get æft meira og ég æfi alla daga 100%. Það er ekki eins og ég sé ekki í formi, það er aðallega leikformið."

Aron útilokar ekki að skoða í kringum sig þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en fyrst og fremst hugsar hann um að ná sæti í liði Cardiff á nýjan leik.

„Auðvitað þarf amður að skoða það þegar að því kemur. Ég er að hugsa um að berjast fyrir sæti mínu í liðinu. Það er ömurlegt að missa sæti sitt í liðinu á undirbúningstímabilinu þegar maður meiðist. Hver hefur ekki lent í þessu áður? Það hafa allir gengið í gegnum þetta og það er bara spurning hvernig maður kemur út úr þessu."

„Þetta er bara nýbyrjað og ég er ekki að fara að leggjast niður og grenja. Ég þarf að berjast fyrir sæti mínu í liðinu. Það er bara spurning hvenær þetta dettur. Ég verð klár þegar ég fæ tækifærið og þá gef ég ekki sæti mitt aftur,"
sagði Aron ákveðinn.

Aron verður í leikbanni þegar Ísland spilar við Lettland á laugardaginn. Verður hann með Tólfunni í stúkunni?

„Það er aldrei að vita. Ég veit það ekki. Það er erfiðara að vera upp í stúku og geta ekki haft áhrif á leikinn. Ég held að maður verði uppi í stúku að sparka í alla bolta og skalla þá sjálfur," sagði Aron sem er brattur fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Tyrklandi.

„Við viljum vinna alla leiki. Við viljum vinna riðilinn og fara hærra í styrkleikaflokk. Það er mikið undir þó að við séum konmir áfram," sagði Aron.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner