Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
U21 lið Englands gerði jafntefli við Andorra
Leikmenn Andorra fagna á gervigrasinu sínu í dag.
Leikmenn Andorra fagna á gervigrasinu sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í Andorra í dag þegar U21 lið Englands gerði 3-3 jafntefli við heimamenn.

Andorra átti þrjár marktilraunir í dag og þær fóru allar í markið framhjá Aaron Ramsdale markverði Sheffield United. Jöfnunarmarkið kom í viðbótartíma við mikinn fögnuð heimamanna.

Tom Davies (Everton), Joshua Dasilva (Brentford) og Eddie Nketiah (Arsenal) skoruðu mörk Englendinga í leiknum.

Brandon Williams (Manchester United), Dwight McNeil (Burnley), Curtis Jones (Liverpool), Callum Hudson-Odoi (Chelsea) og fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni spiluðu með Englandi í dag.

Englendingar höfðu unnið alla sex leiki sína í undankeppninni fyrir leikinn í dag en þeir eru svo gott sem öruggir með sæti á EM á næsta ári.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner