fim 07. október 2021 16:49
Elvar Geir Magnússon
Sádarnir búnir að kaupa Newcastle (Staðfest)
Mohammed Bin Salman krónprins Sádi Arabíu.
Mohammed Bin Salman krónprins Sádi Arabíu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu hafa gengið frá kaupum á Newcastle. Enska úrvalsdeildin hefur gefið samþykki sitt eftir að hafa fengið staðfestingu á því að ríkisstjórn Sádi-Arabíu mun ekki stjórna félaginu.

Þetta er ein flóknasta yfirtaka í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en margir stuðningsmenn Newcastle fagna því að losna við Mike Ashley sem hefur verið gríðarlega óvinsæll. Hann átti félagið í fjórtán ár.

Félagið er keypt á 305 milljónir punda.

Nýir eigendur Newcastle eru gríðarlega umdeildir, meðal annars vegna mannréttindabrota í gegnum árin. Þau brot hafa gert yfirtökuna flóknari.

Fjárfestarnir, sem koma með 80% af peningunum fyrir kaupunum, þurftu að sanna að hópurinn væri aðskilinn ríkisstjórninni. Það reyndist flókið enda er Mohammed Bin Salman krónprins skráður stjórnarformaður hópsins.

Stærstur hluti stuðningsmanna Newcastle fagnar nýjum eigendum, sama þrátt fyrir að þeir séu hrikalega umdeildir. Stuðningsmannahópur Newcastle framkvæmdi könnun þar sem kom í ljós að 93,8% væru hlynntir yfirtökunni. Stór ástæða fyrir því eru óvinsældir Ashley.

Newcastle er án sigurs í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, næst neðstir í úrvalsdeildinni og í sömu könnun kom í ljós að 94% stuðningsmanna vilja sjá Steve Bruce taka pokann sinn.

Stuðningsmennirnir vonast að með nýjum eigendum geti félagið keypt stórstjörnur til félagsins og strax hefur Antonio Conte verið orðaður við stjórastarfið. Enskir fjölmiðlar eru sannfærðir um að dagar Bruce séu taldir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner