Heimild: mbl
Þau Gígja Valgerður Harðardóttir og Atli Sigurjónsson héldu til Akureyrar um helgina og tóku með sér sex stig heim til Reykjavíkur. Kærustuparið spilaði á Greifavellinum um helgina; Gígja með Víkingi gegn Þór/KA á laugardag og Atli með KR á sunnudag.
Víkingur vann Þór/KA 0-1 og KR vann KA 0-4. Atli er uppalinn Þórsari og Gígja er uppalin hjá Völsungi en lék svo líka með Þór/KA áður en hún hélt suður. Atli ræddi við mbl.is eftir sigur KR í gær.
Víkingur vann Þór/KA 0-1 og KR vann KA 0-4. Atli er uppalinn Þórsari og Gígja er uppalin hjá Völsungi en lék svo líka með Þór/KA áður en hún hélt suður. Atli ræddi við mbl.is eftir sigur KR í gær.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 KR
„Já hún (helgarferðin) var góð hjá fjölskyldunni. Það var geggjað hjá Víkingsstelpum að ná þriðja sætinu í sinni deild," sagði Atli.
Hann hefur spilað í vinstri bakverðinum í nokkrum leikjum með KR. Gígja er öflugur varnarmaður, spilar í dag í hjarta varnarinnar hjá Víkingi og þekkir bakvarðarstöðuna vel.
„KR er í þannig stöðu núna að allir þurfa að fórna sér í ýmis hlutverk. Ég spurði nú Gígju fyrir fyrsta leikinn hvað í ósköpunum ég ætti að gera þarna í bakverðinum. Það er bara búið að ganga vel þar.“
Atli var spurður hvort að Gígja hefði kennt honum vel.
„Já, mig minnir að ég hafi fengið einhver ráð frá henni. Hún er nú einn besti varnarmaðurinn í Bestu-deild kvenna. Það er fínt að geta leitað ráða hjá henni varðandi varnarleikinn," sagði Atli.
Athugasemdir