Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Kærustuparið sótti sex stig á Greifavöllinn um helgina
Atli í leiknum gegn KA.
Atli í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau Gígja Valgerður Harðardóttir og Atli Sigurjónsson héldu til Akureyrar um helgina og tóku með sér sex stig heim til Reykjavíkur. Kærustuparið spilaði á Greifavellinum um helgina; Gígja með Víkingi gegn Þór/KA á laugardag og Atli með KR á sunnudag.

Víkingur vann Þór/KA 0-1 og KR vann KA 0-4. Atli er uppalinn Þórsari og Gígja er uppalin hjá Völsungi en lék svo líka með Þór/KA áður en hún hélt suður. Atli ræddi við mbl.is eftir sigur KR í gær.

Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„Já hún (helgarferðin) var góð hjá fjöl­skyld­unni. Það var geggjað hjá Vík­ings­stelp­um að ná þriðja sæt­inu í sinni deild," sagði Atli.

Hann hefur spilað í vinstri bakverðinum í nokkrum leikjum með KR. Gígja er öflugur varnarmaður, spilar í dag í hjarta varnarinnar hjá Víkingi og þekkir bakvarðarstöðuna vel.

„KR er í þannig stöðu núna að all­ir þurfa að fórna sér í ýmis hlut­verk. Ég spurði nú Gígju fyr­ir fyrsta leik­inn hvað í ósköp­un­um ég ætti að gera þarna í bakverðinum. Það er bara búið að ganga vel þar.“

Atli var spurður hvort að Gígja hefði kennt honum vel.

„Já, mig minn­ir að ég hafi fengið ein­hver ráð frá henni. Hún er nú einn besti varn­ar­maður­inn í Bestu-deild kvenna. Það er fínt að geta leitað ráða hjá henni varðandi varn­ar­leik­inn," sagði Atli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner