Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba mun yfirgefa Juventus á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að franski miðjumaðurinn Paul Pogba mun yfirgefa Juventus á frjálsri sölu í janúar eftir að leikbann hans var stytt úr fjórum árum niður í eitt og hálft ár.

Pogba getur hafið æfingar aftur í janúar og má svo byrja að spila fótbolta í mars. Pogba er 31 árs gamall og hefur ekki spilað keppnisfótbolta síðan í september 2023, en hann missti af miklu fyrir þann tíma vegna þrálátra meiðsla.

Pogba þótti á sínum tíma einn af efnilegustu og bestu miðjumönnum heims. Hann var lykilmaður í sterku liði Juventus þar sem hann vann ítölsku deildina fjögur ár í röð en átti erfitt uppdráttar eftir félagaskipti til Manchester United.

Pogba vann HM með Frakklandi 2018 og er búist við að honum berist mörg samningstilboð eftir þessar fregnir. Félög frá Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu eru talin vera sérlega áhugasöm.

Einhverjir velta fyrir sér hvort Pogba eigi afturkvæmt í franska landsliðið ef hann kemst aftur á sama stað íþróttalega og áður, enda á leikmaðurinn í mjög góðu sambandi við Didier Deschamps landsliðsþjálfara.

Pogba líður vel hjá Juventus en hann telur það vera best fyrir sig að fá ferska byrjun á nýjum stað. Þá er gríðarlega mikil samkeppni um byrjunarliðssæti á miðjunni hjá Juve þetta tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner