Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fim 07. desember 2023 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svenni Siggi hafnaði Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Sveinn Sigurður Jóhannesson hafnað samningstilboði Vals. Markvörðurinn varð samningslaus eftir að tímabilinu lauk og vildi Valur halda honum. Sveinn var hins vegar ekki nægilega heillaður af tilboði Vals og hafnaði því.

Sveinn er 28 ára og hefur verið hjá Val síðustu sex tímabil. Hann var varamarkvörður fyrir Frederik Schram á liðinni leiktíð og stóð sig vel í úrslitakeppninni þegar Frederik var fjarri góðu gamni.

Samkvæmt heimildum hefur Valur einnig rætt við markvörðinn Aron Snæ Friðriksson en hann hafnaði Val sömuleiðis. Aron varð samningslaus í haust þegar samningur hans við KR rann út.

Ástæðan er samkvæmt heimildum sú sama: Valur æfir snemma dags sem kemur í veg fyrir að hægt sé að vinna dagvinnu meðfram fótboltanum og launin ekki nægilega há til að hægt sé að fórna dagvinnunni.

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Þar var rætt um mikilvægi varamarkvarða og þann tekjumissi að geta ekki unnið meðfram fótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner