Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Tilbúnir að rjúfa launaþakið fyrir Lautaro
Lautaro Martínez.
Lautaro Martínez.
Mynd: Getty Images
Inter er sagt tilbúið að rjúfa launaþakið til að fá Lautaro Martínez til að skrifa undir nýjan langtímasamning.

Þessi 26 ára argentínski framherji hefur skorað fimmtán mörk og átt þrjár stoðsendingar í nítján leikjum á þessu tímabili.

Lautaro er einn launahæsti leikmaður hópsins, með 6,5 milljónir evra fyrir tímabilið auk bónusgreiðslna, en núgildandi samningur rennur út í júní 2026.

Með nýjum samningi gæti hann fengið um 10 milljónir evra fyrir tímabilið.

Argentínumaðurinn er orðinn stórt nafn í heimsfótboltanum en hann hefur verið hjá Inter síðan í júlí 2018, skorað 117 mörk og átt 39 stoðsendingar í gegnum 257 leiki.
Athugasemdir
banner
banner