Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 12:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Ingi í HK (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK

Dagur Ingi Axelsson er genginn til liðs við HK frá Fjölni en hann gerir þriggja ára samning við Kópavogsliðið.


Dagur Ingi er 22 ára gamall en hann er uppalinn hjá Fjölni. Hann hefur leikið mestmegnis með liðinu á sínum ferli en hann lék einnig með Vængjum Júpíters árið 2020 og 2021.

Hann lék 22 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði í þeim fimm mörk. Hann á að baki 101 KSÍ leik og hefur skorað 16 mörk.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við HK í vetur en félagið tilkynnti í gær að Haukur Leifur Eiríksson væri orðinn leikmaður liðsins.


Athugasemdir
banner
banner